Styttist í árlega stórsýningu!

Nú fer að styttast í árlega stórsýningu P.Karlsson/McRent á húsbílnum en stefnan er sett á að halda sýninguna um miðjan nóvember í ár.  Mikill fjöldi glæsilegra húsbíla verður til sýnis og sölu eins og áður, þ.m.t.: Dethleffs Magic Edition, Dethleffs Globe 4, Dethleffs Advantage, Globecar Campscout, Sunlight T64, Sunlight T 67, Sunlight T68 og Sunlight T69.  Árgerðir frá 2012-2015.

Vefurinn verður uppfærður á næstu vikum með verðum af bifreiðunum sem verða til sýnis.  Við bjóðum alla áhugasama hjartanlega velkomna.

Kær kveðja, P.Karlsson.

 
Stórglæsilegir húsbílar til sölu

Kæru viðskiptavinir.

Við eigum mikið úrval af stórglæsilegum húsbílum til sölu, m.a. Dethleffs Magic Edition White 7151-4 DMB sem sjá má undir notað, bifreið með raðnúmerið: 100606.  Bifreiðina má sjá undir “Notað / Húsbílar”.  Sjón er sögu ríkari, verið velkomin í heimsókn til okkar í Reykjanesbæ.

 

 
Vel heppnuð sýning

Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína til okkar í Reykjanesbæ á sýninguna um síðustu helgi.  Jafnframt óskum við kaupendum innilega til hamingju með kaupin.

Fréttablaðið gerði fyrirtækinu og sýningunni ágæt skil í grein sem birtist laugardaginn 7. nóvember s.l. og er hægt að skoða hér: http://vefblod.visir.is/index.php?s=9553&p=203029.

Við minnum á að opið er hjá okkur alla virka daga sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga, frá kl. 10-18.

Föstudaga, frá kl. 10-16.

 

 
McRent Iceland ehf.

McRent Iceland ehf.

P.Karlsson hefur gengið til samtstafs við McRent húsbílaleiguna í Þýskalandi, stærstu húsbílaleigu í Evrópu.  McRent er með leigustöðvar víðsvegar í álfunni, m.a. í: Þýskalandi, Eistlandi, Frakklandi, Finlandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portúgal, Svíðþjóð, Sviss, Spáni og að sjálfsögðu hér á Íslandi.

Fyrirtækið McRent Iceland ehf. er með starfstöð sína í Reykjanesbæ, að Smiðjuvöllum 5 a, gömlu Húsasmiðjunni.  Leigan hefur hafið starfsemi sína og býðst nú fóki fullbúnir þýskir gæðahúsbílar til leigu, í lengri eða skemmri tíma.  Viðskiptavinum býðst að bóka beint hjá okkur á netinu: http://www.mcrent.eu/availability-check?station=13516238&land=869, með því að hafa samband við okkur í síma: 578-6070 eða senda tölvupóst á: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  Einnig gefst fólki kostur á að bóka beint á heimasíðu McRent: www.mcrent.eu, hvar sem fyrirtækið er með leigustöð í Evrópu.  Bílaflota fyrirtækisins má sjá hér: http://www.mcrent.eu/motorhome-rv, þó svo að í fyrstu verði ekki verði boðið upp á allar þær bifreiðar sem sjást þar.

 

Við bjóðum alla áhugasama hjartanlega velkomna til okkar.

 

Nánar...