P.Karlsson sérhæfir sig í sölu og útleigu húsbifreiða og er með aðsetur sitt að Smiðjuvöllum 5 a í Reykjanesbæ. Aðstaða félagsins er í 1.100 fermetra húsnæði með 4.500 fermetra malbikuðu plani og verður með í útleigu 98 húsbíla fyrir árið 2017. Það má því segja að úrvalið sé talsvert en við seljum árlega úr flotanum talsverðan fjölda bíla.

Félagið er umboðsaðili fyrir húsbíla frá hinum þekktu og virtu merkjum í Þýskalandi, Dethleffs og Sunlight en mun bjóða upp á fleiri merki til sölu frá árinu 2017. Tengla inn á heimasíður beggja framleiðenda má sjá hér á síðunni okkar undir: „tenglar“.

Sögu Dethleffs má rekja allt aftur til ársins 1931 sem gerir merkið eitt elsta starfrækta vörumerkið á þessum markaði.  Framleiðslan fer að mestu fram í Bæjaralandi, nánar tiltekið í Isny, sem er um 160 kílómetra frá höfuðborg héraðsins, München. Dethleffs framleiðir einnig Sunlight húsbíla, þó sú framleiðsla fari ekki fram í Isny. Sunlight státar af lengstu framleiðslulínu í Evrópu, um 450 metra langri. Auk þess hefur félagið einnig á sinni könnu framleiðslu á húsbílamerkjunum, Globecar og Pössl en slóðir inn á þær síður má einnig finna undir flipanum „tenglar“.

Dethleffs hóf framleiðslu á húsbílum árið 1982 og hefur leiðin legið bratt upp á við frá þeim tíma en árið 2004 stofnaði Dethleffs McRent húsbílaleiguna sem er starfrækir nú 69 leigustöðvar í 15 löndum, víðsvegar um Evrópu. McRent í Þýskalandi stofnaði McRent Iceland ehf., ásamt P.Karlsson, snemma árs 2013 og er íslenska félagið því að fara af stað inn í sitt fimmta sumar á næsta ári.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin í heimsókn til okkar.

P.Karlsson ehf

Smiðjuvöllum 5a
230 Reykjanesbæ
Sími 517-5200
pkarlsson@pkarlsson.is
kt. 580211-0540
vsk nr. 107332

Starfsmenn

Þrúðmar Karlsson

Framkvæmdastjóri
Sími: 5175200